Björgunarsveitin Garðar á Húsavík var kölluð út um hálf sex í morgun vegna vélarvana báts við Lundeyjarbreka.
Um 45 mínútum síðar voru björgunarmenn komnir með bátinn í tog aftan í björgunarbátnum og er hann kominn til hafnar. Góðar aðstæður eru á svæðinu og ekkert amar að bátsverja að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.