Bjartmar og Rannveig stigameistarar í vetrarhlaupi UFA

Síðastliðin laugardag fór fram síðasta vetrarhlaup UFA þennan veturinn á Akureyri. Eins venja er hófst hlaupið við líkamsræktarstöðina Bjarg og var hlaupinn 10 km hringur. Alls voru 25 hlauparar sem tóku þátt.

Rannveig Oddsdóttir kom fyrst í mark á tímanum 40:53 sek. en í öðru sæti varð Þröstur Már Pálmason. Að hlaupi loknu voru veitt verðlaun fyrir stigakeppni í einstaklings- og liðakeppni. Í einstaklingskeppni kvenna sigraði Rannveig Oddsdóttir með fullt hús stiga eða 30 stig, en í karlaflokki var það Bjartmar Örnuson sem sigraði með 15 stig.

 

Þátttakan á vetrarhlaupum UFA í vetur hefur verið afar góð, en 111 einstaklingar tóku þátt í vetur og er það þónokkur bæting frá því í fyrra vetur, er segir á heimasíðu UFA.

Nýjast