Bjarki Gíslason, frjálsíþróttamaður frá UFA, vann til tveggja Íslandsmeistaratitla á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem haldið var í Laugardagshöllinni sl. helgi. Bjarki sigraði í 60 m grindahlaupi karla á tímanum 8, 46 sekúndum og í stangarstökki karla þar sem hann stökk 4,46 m. Örn Dúi Kristjánsson UFA hafnaði í öðru sæti í langstökki karla án atrennu er hann stökk 3,03 m. Í heildarstigakeppni félaga hafnaði UFA í sjötta sæti með 9683 stig.
UMSE átti einnig sína fulltrúa á mótinu og hæst ber að nefna árangur Kristjáns Godsk Rögnvaldssonar sem lenti í þriðja sæti í 400 m hlaupi karla á tímanum 51,31 sek. UMSE hafnaði í tíunda sæti í heildarstigakeppni félaga með 2244 stig.