Bjarki tekur við Þórsliðinu

Bjarki Ármann Oddsson (t.v.) og Stefán Vilberg Leifsson formaður körfuknattleiksdeildar Þórs handsal…
Bjarki Ármann Oddsson (t.v.) og Stefán Vilberg Leifsson formaður körfuknattleiksdeildar Þórs handsala samninginn/Páll Jóhannesso

Bjarki Ármann Oddsson var á dögunum ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs Þórs í karlaflokki og tekur hann við starfinu af Nebosja Vidic. Samningur Bjarka gildir til eins árs, en hann mun einnig þjálfa yngri flokka félagsins. Bjarki er uppalinn hjá Þór og á fjölda leikja að baki með meistaraflokki félagsins. Við sama tækifæri undirrituðu leikmennirnir Sindri Davíðsson og Svanur Jóhannesson nýja samninga við félagið. Þá mun Þór senda kvennalið til keppni næsta vetur eftir árs hlé og verður þjálfari liðsins kynntur á næstu dögum.

Nýjast