17. október, 2009 - 09:40
Allar bílastæðaklukkur á Akureyri kláruðust seinni part sumars en þær lágu m.a. frammi á bensínstöðvum, í
bönkum og hjá bænum. Dan Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar staðfesti þetta við Vikudag. Hann sagðist ekki hafa
upplýsingar um það hversu margar klukkur fóru út í sumar en taldi þær hafa verið á annan tug þúsunda. Gestir bæjarins
hafi þó verið margfallt fleiri.
Til að leysa það ef ekki er klukka til staðar í bílnum, segir Dan að nóg sé að setja miða í bílinn, þannig að
stöðuvörður sjái, þar sem skráður er komutími og dagsetning.