Bekkpressumót KFA haldið í Jötunheimum á Gamlársdag

Hið árlega bekkpressumót KFA, „Gamlársmótið”, verður haldið á Gamlársdag, fimmtudaginn 31. desember, í stórasalnum í Jötunheimum. Alls er 17 keppendur skráðir til leiks í sjö þyngdarflokkum. Keppnin hefst kl. 13:00 en vigtun fer fram tveim tímum áður.

Þá er það einnig að frétta úr heimi kraftlyftinga að stjórn KFA hefur ákveðið að tilnefna Ingu Björk Harðardóttur sem kraftlyftingamann ársins. Inga vann til silfurverðlauna á Alþjóðlegumóti á árinu og hefur einnig staðið sig vel í uppbyggingu á kraftlyftingaíþróttinni á Akureyri, er segir á heimasíðu KFA.

Nýjast