Myndlistaskólinn á Akureyri efnir til sýningar í sal Myndlistarfélagsins í Kaupvangsstræti 10, næstkomandi laugardag kl. 14:00. Sýndar verða tillögur sem nemendur í sérnámsdeildum skólans hafa unnið á síðustu vikum í áfanga undir handleiðslu Árna Árnasonar. Verkefnið fólst í því að laga og bæta umhverfi setbekkjanna í bænum. Um er að ræða þrívítt verk og eða umgjörð um bekkina ásamt hugsanlegu nýju vali á staðsetningu þeirra. Verkefnið var unnið í samráði við Akureyrarbæ. Sýningin verður opin milli klukkan 14:00-17:00 tvær helgar og lýkur 13. maí.