Ásbjörn sagði að um helgarferðir væri að ræða, frá föstudegi til sunnudags og verður fyrsta ferðin farin í byrjun febrúar á næsta ári. Hann sagði að markmiðið með þessu væri að efla samskiptin á milli þessara svæða og bjóða upp á einhverjar nýjungar. Fyrirhugað er að hefja kynningu á þessum ferðum innan tíðar. Á fundinum á Hótel KEA opnaði Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri nýja heimasíðu fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi: www.nordurland.is