Það bar til eitthvert árið að þrír Húsvíkingar birtust reglulega á sjónvarpsskjá Stöðvar 2. Þetta voru þau Bjarni Hafþór Helgason frá Grafarbakka, sem var fréttamaður á Akureyri, Jóhannes Sigurjónsson sem var með vikulega pistla á Stöðinni og svo Linda Pétursdóttir, fegurðardrottning ættuð frá Flatey og síðar búsett á Vopnafirði og birtist á skjánum við ýmis tilefni.
Einhver þingeyskur gárungi var fljótur að finna nafn á þessa þrenningu, lagði útlitslegan mælikvarða á tríóið og taldi að rétt að nefna það: Fríða og dýrin, eða The Beauty and the Beasts. JS