Bautamótið í íshokkí fer fram í Skautahöll Akureyrar um helgina, 5-. 6. desember, en mótið er fyrsti hluti af þremur á Íslandsmótinu í 4. flokki. Á mótinu keppa A og B lið frá Skautafélagi Reykjavíkur, Birninum og Skautafélagi Akureyrar.
Íslandsmótið samanstendur af þremur mótum, einu í hverri Skautahöll, og spilar hvert lið fjóra leiki á hverju móti og samanlagður sker svo úr um sigurvegara. Keppendur mótsins eru krakkar fæddir árið 1996-1997 og eru þau yngstu sem keppa á Íslandsmótinu í íshokkí.
Flautað verður til leiks á morgun, laugardag, kl. 8:00 og lýkur mótinu á hádegi á sunnudag.