Baráttan fyrir Vaðlaheiðargöngum minnisstæð

Oddur Helgi Halldórsson
Oddur Helgi Halldórsson

Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri segist kveðja bæjarstjórn sáttur, en hann gefur ekki kost á sér í eitt af efstu sætum listans við bæjarstjornarkosningarnar í vor. Oddur sat sinn fyrsta bæjarstjórnarfund árið 1994.

 „Ég barðist í mörg ár fyrir gjaldfrjálsum almenningssamgöngum á Akureyri og sú vinna skilaði sér á endanum. Ég er líka sérstaklega stoltur af breytingunum á gamla Húsmæðraskólanum. Sú framkvæmd var umdeild í upphafi, en í dag virðast allir sáttir. Stærsta málið er þó aðkoma okkar að gerð Vaðlaheiðarganga. Það voru margir á móti göngunum og því oft á brattann að sækja. Þá var vinnudagurinn oft á tíðum ansi langur hjá mér, en þetta hafðist allt saman, sem betur fer. Svo má ekki gleyma öllu því góða fólki sem ég hef unnið með og kynnst á þessum langa tíma, ég hef eignast marga góða vini og fyrir það er ég þakklátur.“

Nýjast