Bannað að ræða efnahagsmál hjá Rarik á mánudögum

Fátt er meira rætt á meðal landsmanna en ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar. Starfsfólk Rarik á Akureyri hefur sett blátt bann við umræðum um efnahagsmál á kaffistofunni á mánudögum. Sá starfsmaður sem það gerir, verður að mæta með sætabrauð í kaffitímann daginn eftir í "refsingarskyni."  

Að sögn starfsmanna hefur þetta mælst vel fyrir en það hefur jafnframt komið fyrir að menn hafi "brotið" af sér með fyrrgreindum "afleiðingum."

Nýjast