Banaslys í umferðinni

Kona lést er fólksbifreið og jeppi skullu saman á Ólafsfjarðarvegi við Hámundastaðarháls í morgun. Hún var 34 ára.  Ökumaður jeppans var einn í bílnum og er hann ekki alvarlega slasaður. Þrennt var í fólksbílnum og voru þau flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri. Konan sem lést var farþegi í fólksbílnum.

Ekki er hægt að greina frá nafni konunnar að svo stöddu.

Nýjast