Banaslys í eldi á Kljáströnd

Eldri kona lést þegar eldur kom upp í sumarhúsinu Kljáströnd hjá gömlu verstöðinni við Kljáströnd rétt sunnan Grenivíkur í morgun. Eiginmaður konunnar var fluttur á slysadeild með reykeitrun og brunasár.

Það var um kl 08:40 a slökkviliði barst tilkynning um eldinn og voru strax sent lið frá Slökkviliði Grýtubakkahrepps og aðstoð frá Akureyri. Fóru bæði reykkafarar, dælubíll og sjúkrabíll á staðinn. Slökkvilið Grýtubakkahrepps náði að slökkva eldinn og fóru reykkafarar þaðan inn og náðu konunni út. Sklökkvilið Akureyrar kom skömmu síðar og aðstoðaði við að klára slökkvistarfið. Að sögn Þorbjörns Haraldssonar slökkviliðsstjóra á Akureyri stóð slökkvilið Grýtubakkahrepps sig sérlega vel í þessum erfiðu aðstæðum

 

Tildrög slyssins eru enn nokkuð óljós en svo virðist sem eldurinn hafi kviknað í kamínu eða kyndingu á neðri hæðinni og var eldurinn mestur þar. Konan var þar niðri en maðurinn virðist hafa verið utandyra. Hann fékkk reykeitrun og brennist við að reyna að komast inn til konunnar. Hann náði síðan í hjálp með því að keyra heim að bænum Höfða sem er tæpan kílómetra í burtu og var þaðan hringt í neyðarlínuna.

Ekki er ljóst hversu mikið maðurinn er slasaður.

Nýjast