Banaslys á Ólafsfjarðarvegi

Banaslys varð á Ólafsfjarðarvegi á milli Hringvegar og Hörgárbrúar í gærkvöld. Karlmaður á þrítugsaldri lést er fólksbifreið sem hann ók lenti útaf veginum og fór nokkrar veltur og kastaðist ökumaðurinn út úr bifreiðinni. Hann var einn á ferð.  Slysið var tilkynnt klukkan 23:23 til lögreglunnar á Akureyri. Ökumaðurinn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann var úrskurðaður látinn, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Ekki er hægt að gefa upp nánari upplýsingar um málið né nafn hins látna að svo stöddu.

 

 

Nýjast