Bærinn vill undirgöng undir Hörgárbraut

Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs Akureyrar segir að bæjaryfirvöld hafi verið að knýja á ríkið um að gerð verði undirgöng undir Hörgárbraut á Akureyri, enda sé þarna um að ræða þjóðveg í þéttbýli. Hann segir bæjaryfirvöld meðvituð um það ástand sem þarna er og að unnið sé að því að ráðist verði í gerð undirganga. "Þetta er framkvæmd sem þarf að fara í sem allra fyrst." Eins og fram kom í Vikudegi í síðustu viku, hafa foreldrar barna í Holtahverfi miklar áhyggjur af börnum sínum sem stunda nám í Glerárskóla og íþróttaæfingar á Þórssvæðinu og þurfa að fara yfir Hörgárbraut á þeirri leið sinni. Gangbrautarljós eru við Hörgárbrautina, sem foreldrar telja tifandi tímasprengju og þeir segja nauðsynlegt að byggð verði undirgöng undir þessa fjölförnu götu.

Nýjast