Guðmundur Baldvin Guðmundsson. formaður bæjarráðs á Akureyri. segir að bæjaryfirvöld muni skoða þann möguleika að leggja hjólastíga meðfram helstu götum bæjarins . Eins og Vikudagur greindi frá nýverið er mikil gróska í hjólreiðum á Akureyri og sagði Vilberg Helgason, formaður Hjólreiðarfélags Akureyrar, að mikil þörf væri á hjólreiðastígum meðfram stofnbrautum í bænum.
Það hefur orðið gífurleg aukning í hjólreiðum eins og fram hefur komið, við viljum bregðast því og gæta fyllsta öryggis fyrir alla vegfarendur. Það er því sjálfsagt mál að skoða þetta, segir Guðmundur Baldvin, en nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.
-þev