Búast má við að fjöldi fólks muni leggja leið sína til Akureyrar um helgina í tengslum við Söngkeppni framhaldsskólanna, AK-Extreme snjóbrettamótsins og Skíðamót Íslands. Að sögn skipuleggjanda viðburðanna er fólk þegar farið að streyma til bæjarins.
Gistiheimili á Akureyri eru að verða fullbókuð og upppantað í flest flug norður yfir helgina. AK-Extreme snjóbrettamótið er löngu orðinn landsþekktur viðburður og dregur að sér fjölda gesta. Í ár er öllu tjaldað til og verður t.a.m. boðið upp á tónlistarhátíð í Sjallanum.
Nánar er um þetta í prentútgáfu Vikudags.