Á bæjarstjórnarfundi í gær var tekin fyrir tillaga frá skipulagsnefnd um að heimila viðbyggingu við Vínbúð ÁTVR
við Hólabraut. Viðbyggingin hefur verið mjög umdeild og í bæjarstjórn kom tillaga frá Sigurði Guðmundssyni A-lista um að fresta
afgreiðslu og var hún samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson S-lista og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sátu hjá við afgreiðslu.