Bæjarráð samþykkir hlutafjár- framlag til RES Orkuskóla

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun hlutafjárframlag úr Framkvæmdasjóði Akureyrar að upphæð krónur 800.000 á mánuði, allt að 9,6 milljónir á árinu 2010 til RES Orkuskóla. Framlagið verður greitt með jöfnum mánaðarlegum greiðslum og er ætlað að standa straum af hluta af húsnæðiskostnaði nemenda en skólinn leigir húsnæði bæjarins í Skjaldarvík.

Nýjast