19. september, 2008 - 22:50
Bæjarráð Akureyrar fagnar því að lagning Blöndulínu 3 er nú að komast á framkvæmdastig en leggur jafnframt áherslu
á að sjónræn áhrif af framkvæmdinni verði lágmörkuð eins og kostur er.
Málið var til umfjöllunar í bæjarráði í gær og bendir ráðið jafnframt á að styrking raforkuflutningskerfisins til
Akureyrar og Eyjafjarðar sé ein af forsendum vaxtar og fjölbreytts atvinnulífs á svæðinu.