Margrét Kristín Helgadóttir, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akureyri, fór fram á ársleyfi á bæjarstjórnarfundi í gær. Í samtali við Vikudag segir Margrét Kristín að hún sé að byrja í nýrri og krefjandi vinnu sem lögfræðingur hjá Fiskistofu og treysti sér ekki til að sinna stöðu bæjarfulltrúa með fullum hug. Preben Jón Pétursson mun taka sæti Margrétar Kristínar í bæjarstjórn.