Umræðan um þetta málefni er mikilvæg en hún þarf að vera á vitrænum nótum, segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri. Eiríkur er í ítarlegu viðtali í Vikudegi og ræðir m.a. um hvort tími sé kominn á að valdir bæjarfulltrúar á Akureyri verði í fullu starfi. Flestir eru í 25% starfi. Málið snýst um hvað eigi að vera hlutverk bæjarfulltrúa og hvað ekki. Það er alveg ljóst að einhverjir bæjarfulltrúar hafa brunnið upp í starfi vegna álagsins þar sem þeir sinna öðrum störfum líka."
Hann segir einnig mismunandi hversu mikið bæjarfulltrúar geta minnkað við sig vinnu til að mæta bæjarfulltrúastarfinu.
"Mér finnst eðlilegt að komið sé á móts við þá sem bera mikla ábyrgð í samfélaginu. Við þurfum líka að velta fyrir okkur hvað sveitarfélag þarf að vera stórt til að hafa bæjarfulltrúa í fullu starfi, segir Eiríkur Björn.
Nánar er rætt við Eirík Björn í prentútgáfu Vikudags