Aukaferð landleiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur

Vegna aflýsingar þeirrar sem hefur orðið á flugsamgöngum innanlands í dag hyggjast Bílar og fólk / Sterna bjóða upp á aukaferð milli Akureyrar og Reykjavíkur klukkan 18:00. Farið verður frá BSÍ í Reykjavík og Hafnarstræti 77 á Akureyri. Um er að ræða hraðferð milli fyrrnefndra tveggja áfangastaða.  

Áætlunarferðir langferðabifreiða eru mikilvægur hluti af samgönguneti þjóðarinnar líkt og sannast nú. Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir því að á Íslandi er haldið upp góðum almenningssamgöngum og þrátt fyrir að flugi sé aflýst þá er sá möguleiki enn fyrir hendinni að ferðast með áætlunarbíl, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast