Atvinnurekendur á Akureyri stofna samtök

Fulltrúar rekstraraðila á Akureyri héldu fund á Greifanum í vikunni, þar sem sem stofnuð voru Samtök atvinnurekenda á Akureyri. Það voru um 70 fulltrúar frá fyrirtækjum sem mættu á fundinn. Tilgangur samtakanna er að gæta hagsmuna félaganna og vera vettvangur fyrir umræður, tengslanet og nýsköpun á svæðinu.  

Samtökin vilja standa að verkefnum sem miða að eflingu, nýsköpun og samvinnu fyrirtækja á Akureyri og að vera málsvari hagsmunaaðila varðandi skipulagsmál, umhverfismál og aðra málaflokka og þjónustu sem snýr  t.d. að Akureyrarbæ eða öðrum opinberum aðilum. Einnig að beita sér fyrir umræðum, fræðslu og aðgerðum um atvinnumál á Akureyri og fyrir jákvæðri umfjöllun um atvinnulíf á svæðinu auk annarra jákvæðra frétta.

Í stjórn Samtaka atvinnurekenda á Akureyri voru kjörnir; Jón Kjartan Jónsson, Anton Benjamínsson, G.Ómar Pétursson, Björk Viðarsdóttir og Hjörtur Narfason. Í varastjórn eru; Elín Gunnarsdóttir, Þórarinn Kristjánsson og Baldvin Valdemarsson.

Nýjast