Skarpur leitaði viðbragða tveggja fulltrúa minnihlutans við málefnasamningi sem meirihluti D, V og S lista sveitarstjórnar Norðurþings undirritaði í síðustu viku. „Mér finnst s.s. ekki mikið til hans koma, það er ýmislegt ágætt í þessu en ég hefði viljað sjá meira,“ sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, oddviti E-lista Samfélagsins en hann tjáði blaðamanni Skarps að honum þætti heldur rýrt það sem snýr að atvinnumálum í samningnum.
Skarpur ræðir einnig við Hrund Ásgeirsdóttir fulltrúa Framsóknarflokks & félagshyggju en hún hefði viljað sjá meira í samningnum um að jafna búsetugæði í sveitarfélaginu. „Við gætum boðið foreldrum leiksskólabarna í dreifbýli upp á akstur með skólabílnum enda er það líka umhverfismál,“ segir hún. Viðtölin má lesa í heild sinni í prentútgáfu Skarps.