Atvinnuleitendur fá áfram frítt í sundlaugar bæjarins virka daga

Íþróttaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að halda áfram með verkefnið "Frítt í sund fyrir atvinnuleitendur" sem var í gangi í Sundlaug Akureyrar frá 1. mars til 15. maí sl.  Þetta þýðir að Akureyringar sem skráðir eru að fullu sem atvinnuleitendur, fá frían aðgang í sundlaugar Akureyrarbæjar í vetur. Tilboð þetta gildir alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 14:00 tímabilið 1. nóvember 2009 til 15. maí 2010.

Nýjast