Atli Már Rúnarsson markvörður Þórs og Norbert Farkas voru í gær úrskurðaðir í eins leiks keppnisbann af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sem kom saman í gær.
Þeir munu því missa af næsta leik með sínu liði, Atli Már gegn Aftureldingu á heimavelli á morgun en Norbert Farkas gegn Víking R. á útivelli nk. föstudag.