Átján taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

Í dag laugardaginn 21. febrúar kl. 17 rann út frestur til að skila inn framboðum í opið prófkjör Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Alls verða þátttakendur í prófkjörinu 18 talsins og af þeim hópi er Kristján Möller núverandi oddviti flokksins í kjördæminu sá eini sem aðeins býður sig fram í 1. sæti.  Kosið verður 7. mars n.k.  

Eftirtaldir einstaklingar buðu sig fram:

Aðalbjörn Björnsson, skólastjóri, 53 ára, Vopnafirði, sækist eftir 4.-5. sæti

Agnes Arnardóttir, atvinnurekandi, 47 ára, Akureyri, sækist eftir 1.-2. sæti

Benedikt Sigurðarson, framkvæmdarstjóri, 56 ára, Akureyri, sækist eftir 1.-6. sæti

Einar Már Sigurðarson, alþingismaður, 57 ára, Neskaupsstað, sækist eftir 2. sæti

Gísli Baldvinsson, náms og starfsráðgjafi, 61 árs, Akureyri, sækist eftir 4.-6. sæti

Guðrún Katrín Árnadóttir, sérkennari, 51 árs, Seyðisfirði, sækist eftir 2.-4. sæti

Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur og bæjarfulltrúi, 41 árs, Akureyri, sækist eftir 3.-4. sæti

Herdís Björk Brynjarsdóttir, nemi/verkakona, 25 ára, Dalvík, sækist eftir 3.-4. sæti

Jónas Abel Mellado, afgreiðslumaður, 21 árs, Akureyri, sækist eftir 3.-4.sæti

Jónína Rós Guðmundsdóttir, framhaldsskólakennari og formaður bæjarráðs í

Fljótdalshéraði, 50 ára, Egilsstöðum, sækist eftir 1.-2. sæti

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, 55 ára, Siglufirði, sækist eftir 1. sæti

Óðinn Svan Geirsson, verslunarstjóri, 48 ára, Akureyri, sækist eftir 1.-8. sæti

Logi Már Einarsson, arkitekt, 44 ára, Akureyri, sækist eftir 3. sæti

Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur, 47 ára, Reykjavík, sækist eftir 2. sæti

Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdarstjóri, 39 ára, Egilsstöðum, sækist eftir 2.-4. sæti

Svala Jónsdóttir, sviðsstjóri, 42 ára, Akureyri, sækist eftir 3.-5. sæti

Þorlákur Axel Jónsson, framhaldsskólakennari, 45 ára, Akureyri, sækist eftir 3.-4. sæti

Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður, 55 ára , Þingeyjarsveit, sækist eftir 1.-4. sæti

Nýjast