Landsréttur hefur staðfest 18 mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni fyrir líkamsárás og frelsissviptingu í apríl 2016 á Akureyri. Var hann fundinn sekur um að hafa veist að öðrum manni með ofbeldi og lamdi hann ítrekað í andlitið. Þá var hann jafnframt fundinn sekur um að hafa í félagi við tvo aðra menn svipt fórnarlambið frelsi sínu með því að hafa flutt manninn rænulausan frá Giljahverfi á Akureyri upp að Fálkafelli þar sem hann var beittur enn frekara ofbeldi.