Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, og Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, undirrituðu nýverið samstarfsyfirlýsingu lögreglunnar á Norðurlandi eystra við sveitarfélögin um átak gegn heimilisofbeldi. Um er að ræða átaksverkefni sem hefst strax og er gert ráð fyrir að það standi í eitt ár og að árangur verði metinn að því loknu.
Sams konar átak stendur nú yfir á Akureyri. Saman munum við vinna að þessu verkefni í samráði við hagsmunasamtök og aðra sem geta lagt verkefninu lið. Ánægjulegt er að þessi sveitarfélög hafi bæst í hópinn, segir á vef lögreglunar á Norðurlandi eystra.