Átak fær vínveitingaleyfi

Heilsuræktarstöðin Átak á Akureyri fær leyfi til að selja léttvín og bjór samkvæmt afgreiðslu bæjarráðs frá í morgun. Áður hafði Samfélags- og mannréttindaráð bæjarins hafnað erindi líkamsræktarstöðvarinnar um vínveitingaleyfi, en bæjarlögmaður vísaði málinu til bæjarráðs. Fjórir bæjarfulltrúar, Hermann Jón Tómasson, Hjalti Jón Sveinsson, Baldvin Sigurðsson og Jóhannes G. Bjarnason, stóðu að leyfisveitingunni en einn bæjarráðsmaður, Elín M. Hallgrímsdóttir, var á móti. Hún lagði fram bókun þar sem sagði: „Heilsuræktarstöðvar eru ímyndir heilbrigðis og hollustu sem fólk á öllum aldri sækir þjálfun og leiðsögn varðandi heilbrigðan lífsstíl. Áfengi er vímuefni sem ekki fellur þar undir. Markmið forvarnarstefnu Akureyrarbæjar er m.s. að vinna að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri lífssýn og að styðja börn og ungmenni til þess að velja heilbrigt líf án vímugjafa. Ég lýsi mig því andvíga þessari leyfisveitingu." - Oddur Helgi Halldórsson sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi en óskaði bókað að hann styddi leyfisveitinguna.

Nýjast