Ásprent Stíll og EJS í Reykjavík endurnýja þjónustusamning

Ásprent Stíll ehf. og EJS í Reykjavík hafa endurnýjað samning sem felur í sér víðtæka þjónusta Ásprents og Stell við EJS í Reykjavík og á Akureyri á sviði prentþjónustu. Samningurinn tekur m.a. til prentunar nafnspjalda, reikninga, greiðsluseðla, afgreiðsluseðla, umslaga og fleiri gagna.   

Upphaflega gerðu fyrirtækin samning sín á milli árið 2007 og í ljósi reynslunnar er hann nú endurnýjaður. Að sögn G. Ómars Péturssonar framkvæmdastjóra Ásprents Stíls ehf. hefur þjónustan og samstarfið við EJS gengið afar vel og fyrirtækið átt auðvelt með að mæta kröfum EJS um hraða afgreiðslu þó svo að stærstur hluti prentverkanna sé til afhendingar í Reykjavík.

Nýjast