Ásgrímur frá Lækjarvöllum hlaut Hvatningarbikar ÍF

Ásgrímur Sigurðsson, handhafi Hvatningabikars ÍF 2016 og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir frá Íþróttasa…
Ásgrímur Sigurðsson, handhafi Hvatningabikars ÍF 2016 og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir frá Íþróttasambandi Fatlaðra. Mynd: Halli Sig.

Opna Húsavíkurmótið í Boccia sem orðinn er fastur liður í starfi Boccideildar Völsungs með góðum stuðningi Kiwanisklúbbsins Skjálfanda var haldið í Íþróttahöllinni á Húsavík s.l. sunnudag.

Á mótinu var að venju afhentur  “Hvatningabikar ÍF” sem hinn öflugi bocciamaður Ásgrímur Sigurðsson frá Lækjarvöllum í Bárðardal hlaut að þessu sinni.  Bikarinn er farandbikar gefinn af Íþróttasambandi Fatlaðra og veittur árlega þeim einstaklingi sem að mati stjórnar Bocciadeildar og þjálfara sýnir bestu ástundun og mestu framfarir. Húsvíkingurinn  Anna Karólína Vilhjálmsdóttir,  framkvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs og Special Olympics á Íslandi hjá Íþróttasambandi fatlaðra,  var stödd í sínum gamla heimabæ og afhenti hún Ásgrími nýjan bikar frá ÍF, en sá gamli var orðinn þéttskrifaður með nöfnum fyrri handhafa. EO/js

 

Nýjast