Árni valinn í landsliðshópinn í blaki

Árni Björnsson, leikmaður þrefaldra meistara KA, hefur verið valinn í landsliðshóp karla í blaki fyrir þátttöku liðsins í undanriðli EM smáþjóða sem fram fer á Möltu, dagana 18.- 20. júní næstkomandi.

Hilmar Sigurjónsson fyrirliði KA var einnig í hópnum, en Hilmar verður hins vegar frá keppni í eitthvern tíma sökum meiðsla sem hann hlaut í bílslysi á dögunum.

Íslenski landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

 

Reynir Árnason, HK
Orri Þór Jónsson, HK
Brynjar Pétursson, HK
Valgeir Valgeirsson, HK
Árni Björnsson, KA
Hörður Páll Magnússon, Þrótti R
Aron Bjarnason, Þrótti R
Valur Guðjón Valsson, Þrótti R
Emil Gunnarsson, Stjörnunni
Róbert Karl Hlöðversson, Stjörnunni
Hafsteinn Valdimarsson, Aalborg HIK
Kristján Valdimarsson, Aalborg HIK

Nýjast