Árni Þór Sigtryggsson í landsliðsúrval

Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Akureyrar Handboltafélags, var í gær valinn í æfingahóp íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir leikina sem framundan eru hjá landsliðinu í undanriðli EM. Árni er óðum að ná sínum fyrri styrk eftir axlaðgerð sem hann fór í sl. vetur. Þetta er frábær árangur hjá Árna og ekki síst frábært fyrir handboltann á Akureyri.

Nýjast