Arngrímur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Flugfélagsins Atlanta, er hæsti greiðandi opinberra gjalda á Norðurlandi eystra samkvæmt skattskrá sem lögð var fram í morgun. Arngrímur greiðir 118,4 milljónir króna. Í næsta sæti kemur Bjarni Aðalgeirsson, útgerðarmaður á Húsavík, sem greiðir 44,4 milljónir króna og í þriðja sæti er Oddgeir Ísaksson, útgerðarmaður á Grenivík, með 28,6 milljónir króna.