Arnarneshreppur umhverfis- vænn með aukinni flokkun

Hreppsnefnd Arnarneshrepps hefur samþykkt að fara í umhverfisvæna aðgerð og ganga til samninga við Íslenska Gámafélagið um aukna flokkun í tengslum við Grænu tunnuna. Samningurinn mun taka gildi þann 16. apríl nk. og verður Græna tunnan tekin til prufu til eins árs með möguleika á framlengingu á samningnum.  

Þetta felur í sér að allir íbúar Arnarneshrepps munu fá eina tunnu til viðbótar þeirri tunnu sem fyrir er, en hún kallast Græna tunnan og er fyrir endurvinnanlegt sorp, t.a.m. pappa, pappír, mjólkurfernur, málmdósir eða málmhluti, plast og fleira. Markmið þessa verkefnis er að minnka magn sorps sem fer til urðunnar um allt að 40%. Árangur verkefnisins byggist á þátttöku allra íbúa sveitarfélagsins og mun Íslenska Gámafélagið sjá um alla ráðgjöf og fræðslu til íbúa Arnarneshrepps um flokkun og endurvinnslu. Sú ráðgjöf mun fara fram þann 17. apríl nk. Með þessum aðgerðum verða allir íbúar sveitarfélagsins með beinum hætti þátttakendur í að gera Arnarneshrepps  að umhverfisvænsta dreifbýli á Norðurlandi.

Nýjast