Arna Sif með U17 til Noregs

Yngsti leikmaður meistaraflokks Þórs/KA í knattspyrnu, hin 14 ára gamla Arna Sif Ásgrímsdóttir, hefur verið valin í lokahóp U17 ára landsliðs kvenna sem heldur til Noregs um helgina, til að keppa á Norðurlandamótinu.

Arna Sif, sem þykir mikið efni og hefur m.a. skorað eitt mark í sumar með Þór/KA, er miðjumaður eða framherji og hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu á tímabilinu. Hún hefur frá því í nóvember æft reglulega með U17 ára landsliðinu en í fyrsta úrtaki landsliðsins voru yfir 60 leikmenn, ekki nema 18 leikmenn voru hins vegar valdir til að fara með liðinu út nú.

Ísland er í riðli með Norðmönnum, Svíum og Hollendingum (sem eru gestir á mótinu). Leikið er á mánudag 2. júlí gegn Norðmönnum, þriðjudag 3. júlí gegn Svíum og svo fimmtudag 5. júlí gegn Hollandi.

Nýjast