Árekstur á Akureyri og bílvelta í Eyjafjarðarsveit

Einn var fluttur á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri eftir harðan árekstur á gatnamótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis á Akureyri um ellefu leytið í gærkvöld. Var annarri bifreiðinni ekið í veg fyrir hina á grænu ljósi. Báðar bifreiðarnar voru óökufærar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri.  

Um hálf tvö leytið í nótt var tilkynnt til lögreglu um bílveltu á Eyjafjarðarbraut eystri við Freyvang. Fimm voru í bifreiðinni en engan sakaði. Hins vegar var bifreiðin óökufær. Þetta kemur fram á mbl.is.

Nýjast