Hið árlega Áramótamót í krullu verður haldið í Skautahöll Akureyrar á morgun, mánudaginn 28. desember. Áætlað er að hefja leik kl. 19:00 en dregið verður í lið hálftíma fyrr. Spilaðir verða þrír fjögurra umferða leikir eftir Scenkel- kerfinu (stig, umferðir, steinar). Áætlað er mótinu ljúki um kl. 23:00.
Vegna skipulagningar er mjög áríðandi að þeir sem eru ákveðnir í að mæta tilkynni þátttöku til Hallgríms á netfangið hallgrimur@isl.is eða með símtali í 840 0887.