Annríki hjá slökkviliðinu

Þjóðhátíðarhelgin var mjög annasöm hjá Slökkviliði Akureyrar. Samtals eru skráð þrjátíu og sex útköll í dagbók slökkviliðsins frá föstudegi til sunnudags. Þar af voru sex eldútköll, átján neyðarflutningar, fjórir almennir flutningar, fimm sjúkraflug, einn vatnsleki og tveir líkflutningar. Auk þess stóðu slökkviliðsmenn vaktir í Boganum á bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar en þess má geta að tveir bílar Slökkviliðsins voru þar til sýnis. Auk þess var fyrsta "Hjólahjálpin" á 17. júní en tveir sjúkraflutningamenn á reiðhjólum, hlöðnum búnaði stóðu vaktina í Lystigarði og miðbæ meðan á hátíðarhöldum stóð.  Körfubíll var einnig til aðstoðar við kassaklifur í miðbænum sem voru hluti skemmtiatriða dagsins.

Nýjast