Strákarnir í 2. flokki hjá Akureyri Handboltafélagi eru komnir áfram í 8- liða úrslit Bikarkeppni HSÍ eftir nauman sigur gegn Gróttu í gær, 30:28, er liðin mættust á Seltjarnarnesi. Staðan hálfleik var 15:13 fyrir Akureyri.
Akureyri verður því meðal keppenda þegar leikið verður í 8- liða úrslitum keppninnar þann 1. febrúar á næsta ári.