Tónlistina fremja Margot Kiis, Stefán Ingólfsson, Kristján Edelstein, Helgi Þórsson og Wolfgang Frosti Sahr. Þau verða einnig á tilraunaskónum og spinna í samvinnu við dans og myndlist. Verkið er myndkonfekt þar sem Brynhildur Kristinsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir eru tilraunakokkarnir í samvinnu við Önnu. Aðgangseyrir á sýninguna eru 1000 krónur. Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. Strax að loknum gjörningi eða klukkan 16 opnar sýning með verkum Önnu í GalleríBOX. Þar verða veitingar og fjör. Allir velkomnir.