Andrea Hjálmsdóttir leiðir lista VG á Akureyri

Andrea Hjálmsdóttir sigraði í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Hún keppti við sitjandi oddvita flokksins í bæjarstjórn, Baldvin H. Sigurðsson, um efsta sætið og hafði betur. Þegar talin höfðu verið 415 atkvæði og aðeins eftir að telja þau atkvæði sem er í pósti, er Andrea með 249 í 1. sæti.  

Edward Hujbens, sem einn sóttist eftir 2. sæti, fékk það sæti, með 235 atkvæði. Baldvin hafnaði svo í þriðja sæti með 188 atkvæði. Talin hafa verið 415 atkvæði sem fyrr segir en eftir er að telja þau atkvæði sem eru í pósti. Kjörsókn er 71%. Atkvæði skiptast þannig:

1. sæti - Andrea Hjálmsdóttir  249

2. sæti - Edward Huijbens       235

3. sæti - Baldvin H Sigurðsson  188

4. sæti - Sóley Björk Stefánsdóttir  185          

5. sæti - Daði Arnar Sigmarsson  237

6 sæti - Kristín Sigfúsdóttir 326 

í stöunda sæti er Auður Jónasdóttir með 270 atkvæði, í því áttunda er Dýrleif Skjóldal með 254 atkvæði og í því níunda er Guðmundur H Helgason með 173 atkvæði.

Nýjast