Alþýðubandalagið á Akureyri gefur tvær milljónir

Alþýðubandalagsfélagið á Akureyri hefur afhent Öldrunarheimilum Akureyrar tvær milljónir króna að gjöf til minningar um Lárus Björnsson (1893-1985) og Sigurð Kristjánsson (1909-1998) sem báðir áttu sitt ævikvöld á Öldrunarheimilinu Hlíð. Lárus arfleiddi Alþýðubandalagið að húsi sínu, Eiðsvallagötu 18, upp úr 1970.  

Hann stofnaði ásamt öðrum Amboðaverksmiðjuna Iðju sem var til húsa á Oddeyrinni. Sigurður Kristjánsson var iðnverkamaður og frístundamálari. Eignum hans var skipt í fernt eftir hans dag og voru það m.a. Hlíð og Alþýðubandalagið sem erfðu hann. Það var Heimir Ingimarsson, formaður Alþýðubandalagsfélagsins á Akureyri, sem afhenti Brit Bieltvedt, framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar, fjármunina með ósk um að þeim verði varið til að efla Edenverkefnið svokallaða sem unnið hefur verið að á Öldrunarheimilum Akureyrar og miðar m.a. að persónulegri þjónustu og heimilislegra umhverfi á öldrunarstofnunum.

Nýjast