Hann stofnaði ásamt öðrum Amboðaverksmiðjuna Iðju sem var til húsa á Oddeyrinni. Sigurður Kristjánsson var iðnverkamaður og
frístundamálari. Eignum hans var skipt í fernt eftir hans dag og voru það m.a. Hlíð og Alþýðubandalagið sem erfðu hann.
Það var Heimir Ingimarsson, formaður Alþýðubandalagsfélagsins á Akureyri, sem afhenti Brit Bieltvedt, framkvæmdastjóra Öldrunarheimila
Akureyrar, fjármunina með ósk um að þeim verði varið til að efla Edenverkefnið svokallaða sem unnið hefur verið að á
Öldrunarheimilum Akureyrar og miðar m.a. að persónulegri þjónustu og heimilislegra umhverfi á öldrunarstofnunum.