„Alltaf smá pressa á manni”

Íris Guðmundsdóttir frá Skíðafélagi Akureyrar náði frábærum árangri á Skíðamóti Íslands um nýliðna helgi, sem haldið var á Dalvík og í Ólafsfirði. Íris vann alls til fimm Íslandsmeistaratitla. Hún sigraði í stórsvigi og alpatvíkeppni í kvennaflokki og vann alla þrjá titlana í flokki 17-19 ára.

„Það er alltaf smá pressa á manni. Fólk býst við miklu af mér en maður leiðir það bara hjá sér,” segir Íris. Eini titillinn sem Írisi tókst ekki að landa var í svigi kvenna. Þar hafnaði Íris í öðru sæti en þar var það María Guðmundsdóttir, litla systir Írisar, sem bar sigur úr býtum.

 

„Það var svolítið erfitt að tapa fyrir litlu systur en maður er bara ánægður fyrir hennar hönd,” segir Íris.

Nýjast