Á Norðurlandi er hálka og skafrenningur á Þverárfjalli og á Vatnsskarði. Hálka og éljagangur er í Langadal og í Norðurárdal í Skagafirði. Þæfingsfærð er um Öxnadalsheiði og í Öxnadal. Á milli Akureyrar og Dalvíkur er einnig þæfingsfærð. Snjóþekja, éljagangur og einhver skafrenningur er á öllu norðausturhorninu. Hólasandur er ófær.
Hálkublettir eru í uppsveitum á Suðurlandi. Á Vesturlandi eru hálkublettir á flestum leiðum. Á Bröttubrekku er skafrenningur og hálkublettir. Á Vestfjörðum er hálka og skafrenningur á Kleifaheiði, Hálfdán, Klettsháls og um Þröskulda. Á Austurlandi er snjóþekja og skafrenningur á Möðrudalsöræfum,Vopnafjarðarheiði, á Fjarðarheiði og víðar. Hálka og skafrenningur er um Oddskarð og þungfært er á leiðinni til Borgarfjarðar eystri, verið er að moka Vatnsskarð eystra. Snjóþekja eða hálka er víðast hvar. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði