Alls 284 kandídatar brautskráðir á háskólahátíð HA

Konur eru í miklum meiri hluta þeirra sem munu brautskrást eða 225 á móti 59 körlum. Mynd: Hörður Ge…
Konur eru í miklum meiri hluta þeirra sem munu brautskrást eða 225 á móti 59 körlum. Mynd: Hörður Geirsson.

Á morgun, laugardaginn 9. júní  fer fram brautskráning frá Háskólanum á Akureyri. Athöfnin fer fram í  Íþróttahöllinni á Akureyri og hefst kl. 10.30. Háskólaárið 2011-2012 stunduðu um 1600 nemendur nám á þremur fræðasviðum við Háskólann á Akureyri. Skipting kandídata eftir því hvort þeir voru í staðarnámi, fjarnámi eða lotunámi var eftirfarandi: Staðarnemar: 130, fjarnemar: 91 og lotunemar: 63. Í ár verða 284 kandídatar brautskráðir á háskólahátíðinni. Af þessum hópi hafa margir stundað fjarnám fyrir milligöngu háskólasetra og símenntunarmiðstöðva víða um land.  

Skipting kandídata eftir fræðasviðum er eftirfarandi:

Heilbrigðisvísindasvið: 72
Hug- og félagsvísindasvið: 147
Viðskipta- og raunvísindasvið: 65

Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem munu brautskrást eða 225 á móti 59 körlum. Að lokinn brautskráningu bjóða Háskólinn á Akureyri og Góðvinir, félag brautskráðra nemenda við háskólann til móttöku í hátíðarsal háskólans að Sólborg þar sem fram fer afhending styrkja úr Háskólasjóði KEA auk þess sem fulltrúi 10 ára afmælisárgangs HA mun flytja ávarp.

Nýjast