Allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslur á Norðurlandi sameinast

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra kynnti í dag umfangsmiklar skipulagsbreytingar á heilbrigðisþjónustu í landinu. Þar kemur m.a. fram að allar heilbrigðsstofnanir og heilsugæslustöðvar á Norðurlandi verða sameinaðar í eina undir forystu FSA á Akureyri, sem verður Heilbrigðisstofnun Norðurlands.    

Breytingar eiga að taka gildi 1. mars nk. Allar heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi verða sameinaðar undir eina, Heilbrigðisstofnun Suðurlands sameinuð stofnuninni í Eyjum, sem jafnframt tekur við samningum við Heilbrigðisstofnunina á Höfn. Heilbrigðisstofnunin á Patreksfirði sameinast Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og auka á samstarf milli Heilbrigðisstofnunar Austurlands og FSA. Boðaðar breytingar á heilbrigðisþjónustunni eiga að skila hagræðingu upp á 1.300 milljónir króna, þar af 750 milljónir á suðvesturhorni landsins og 550 milljónir á landsbyggðinni. Stofnaðir verða vinnuhópar sem munu útfæra breytingarnar nánar og skila þeirri vinnu fyrir 19. janúar nk. 

Þetta kemur fram á mbl.is.

Nýjast